Skilmálar

Pantanir
Kastalinn tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum.


Afhendingartími
Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send til kaupanda með póstinum, viðkomandi fær sms áður en sendingin kemur.


Sérpantanir
Við tökum að okkur að sérpanta vörur frá þeim merkjum sem við erum að selja. Fyrirspurnir varðandi sérpantanir skal senda á postur@kastali.is . Þegar um sérpantanir er að ræða er afhendingartími 3-5 vikur. Farið er fram á 30% innborgun þegar varan er pöntuð og afgangurinn greiddur þegar varan er afhent, sérpöntunum er ekki hægt að skila.


Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu er kr. 850 kr. 


Verð
25.5% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Kastalinn sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.  Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram.  


Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Hægt er að skila vöru innan 14 daga og þá fæst inneign fyrir vörunni. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða. Kaupandi þarf sjálf/ur að koma vöru til seljanda.

Ef svo óheppilega vill til að varan sé gölluð, þá vinsamlegast hafið samband sem fyrst. Skilafrestur á gölluðum vörum er 4 vikur. Gölluð vara er bætt kaupanda en kaupandi þarf að sýna fram á sölureikning fyrir vöru.

 
Greiðslur
Það er bæði hægt að greiða með kreditkorti og/eða með millifærslu.
Pöntun sem óskað er eftir að greiða með millifærslu er samþykkt um leið og millifærslan hefur gengið í gegn, ef ekki er greitt innan 3ja daga telst pöntun ógild.
Einnig er hægt að greiða fyrir vöruna í vefversluninni með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt.

Annað
Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila. 

Kastalinn
Eyravegi 5
800 Selfoss.


Sími: 6633757
E-mail: postur@kastali.is
Facebook: www.facebook.com/kastalinndesign/
Instagram: Kastalagardurinn
Snapchat: Kastalinn


Kt. 531015-2820
vsk nr 121753