Frekari upplýsingar og skilmálar

SKILARÉTTUR

Almennt er hægt að skila vöru innan 14 daga og þá fæst inneign fyrir vörunni.

Ef svo óheppilega vill til að varan sé gölluð, þá vinsamlegast hafið samband sem fyrst. Skilafrestur á gölluðum vörum er 4 vikur. Gölluð vara er bætt kaupanda en kaupandi þarf að sýna fram á sölureikning fyrir vöru.

Vörur verða að vera ónotaðar og í upprunalegum umbúðum svo hægt sé að skila þeim.

Einstaka hlutum er hvorki hægt að skipta né skila:

Plöntum

Spreyjum

Gjafakortum

Tyggjóum og annari matvöru

Vörum af útsölu eða seldum á afslætti

 

Gjafir

Ef varan sem þú vilt skila var gjöf, geturðu sent okkur vöruna og við sendum þér gjafakort til baka í tölvupósti þegar varan hefur verið móttekin.

 

Til að skila vöru getur þú komið með hana eða sent á: Eyraveg 5, 800 Selfossi.

Við endurgreiðum ekki sendingarkostnað.

 

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

Vefsíðan safnar ýmsum upplýsingum sem snúa að notkun vefsíðunnar.

Upplýsingar sem væru hugsanlega gefnar út til almennings eða til þriðja aðila innihalda aldrei persónulegar upplýsingar um einstaka notenda heldur aðeins samanteknar upplýsingar um stóra hópa notenda. Sem dæmi vinsælasta varan þessa vikuna, heimsóknartölur eða kynjahlutfall hjá skráðum notendum.

Þegar þú verslar í vefverslun Kastalans gefur þú okkur persónuupplýsingar eins og nafn, heimilisfang og netfang.  Ef þú óskar eftir og/eða leyfir getum við notað netfangið þitt til að senda bréf með upplýsingum ef eitthvað nýtt og spennandi er í gangi eins og nýjar vörur eða afslættir.

Þegar þú deilir persónuuppýsingum á síðuna okkar gefur þú okkur leyfi til að nota þær í þína þágu, t.d. til að greiða fyrir vöru og senda hana á réttan stað. Fyllsta öryggis og virðingar er gætt varðandi þessar upplýsingar og allar ráðstafanir eru gerðar til að þær lendi ekki í höndum rangra aðila.

 

Ef þú vilt að við eyðum öllum persónuupplýsingum um þig t.d. reikningi eða ef þú vilt hætta að fá tölvupósta frá okkur, þá geturðu haft samband við okkur hér: postur@kastali.is

 

Kortaupplýsingar fara í gegnum greiðslusíðu Valitor og eru aldrei sýnilegar starfsfólki Kastalans.

 

HLEKKIR

Ef þú smellir á hlekk sem færir þig af vefverslun Kastalans taka við persónuskilmálar þeirrar síðu. Við hvetjum þig til að lesa þá.

 

LÖG OG VARNARÞING

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.