Um okkur

Kastalinn byrjaði sem hönnunarstúdíó með sölumöguleikum en þegar á hólminn var komið var hann orðinn hönnunarverslun með litlu stúdíói. Nafnið var innblástur af orðunum "Heimili manns er kastalinn hans" og við viljum hjálpa til við að móta heimili sem passa við eigendurnar - sama hvort það er mjúk og hlý stemming eða litrík og leikglöð.

Við erum staðsett á Selfossi, beint á móti hótelinu, í grænu húsi með sætum gluggum. Einn viðskiptavinur kvaddi okkur með orðunum "A shop full of smiles!" sem er einmitt það sem við viljum vera. 

Kastalinn byrjaði á því að selja einungis íslenska hönnun (og er nú með vörur frá rúmlega 30 íslenskum hönnuðum) en með aukinni eftirspurn bættust við skemmtilegu tækifærisgjafirnar fá Blue-q. Þegar verslunin varð eins árs jukum við vöruúrvalið um helming með huggulegum vörum frá Danmörku og hressilega öðruvísi vörum frá Hollandi, eins og þeim einum er lagið. 

Selfoss er huggulegur staður til að búa á og það er stutt í allt. Líka fyrir okkur að skreppa í Kastalann ef þig vantar eitthvað utan opnunartíma. Skírnargjöf á sunnudegi eða bústaðarhópurinn á flakki eitthvert kvöldið. Hafðu samband við Maríu ef þú vilt kíkja í heimsókn utan opnunartíma.

Kastalinn,
Eyravegi 5
800 Selfoss.


Sími: 6633757
E-mail: postur@kastali.is 
Facebook: www.facebook.com/kastalinndesign/
Snapchat: Kastalinn
Instagram: Kastali.is


Kt. 531015-2820
vsk nr 121753